Lára Gunnarsdóttir

Lára Gunnarsdóttir er Reykvíkingur en býr og starfar í Stykkishólmi. Hún lauk einu ári í arkitektúr við Portsmouth Polytecnic í Englandi en hóf að því loknu nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þaðan lauk hún prófi frá grafíkdeild 1983. Næsta áratuginn sýndi hún verk sín ýmist ein eða á samsýningum.

Lára venti sínu kvæði í kross um líkt leyti og verkefnið Handverk og hönnun hóf göngu sína. Fyrir tilviljun tók hún sér birkigrein í hönd og tálgaði fyrstu fígúruna með gömlu grafíkjárnunum sínum. Síðan hefur íslenska birkið verið hennar aðalefniviður.

Árið 1998 hlaut Lára fyrstu verðlaun í samkeppni sem Handverk og hönnun stóð að í samvinnu við Átak til atvinnusköpunar. Nokkrum árum seinna hlaut hún verðlaun í samkeppni um minjagrip sem Norska húsið í Stykkishólmi hélt.

Lára hefur tekið þátt í flestum sýningum Handverks og hönnunar; ýmist sóst eftir því eða verið boðið sérstaklega. Má þar nefna sýninguna „Einu sinni er“ sem sett var upp víðsvegar um landið. Lára var þátttakandi í Kirsuberjatrénu í Reykjavík 2007-2009.

Verk eftir Láru eru til sölu í Norska húsinu í Stykkishólmi, Þjóðminjasafni Íslands, Kirkjuhúsinu við Laugaveg og Epal design í Leifsstöð.

Lára Gunnarsdóttir originally comes from Reykjavík, the capital of Iceland, but resides and works in the town of Stykkishólmur, located on the west coast of Iceland. She began to study architecture at Portsmouth Polytechnic in England but returned back to Iceland after a year abroad and enrolled at the Myndlista- og handíðaskóla Íslands (later the Iceland Academy of the Arts) from where she graduated from in 1983. The following decade she exhibited her works in both solo- and joint exhibitions.

Around the same time as the Handverk og hönnun(Crafts and design) project began Lára came to work with a new method and material as she one day picked up a branch of birch and carved her first figure with her old woodcutting irons. Ever since then the Icelandic birch has been her main choice of material.

In 1998 she received first price for her work in a competition held by Handverk og hönnun and a few years later in another competition held by the Norwegian House (Norska húsið) in Stykkishólmur.

Lára has participated in most of Handverk og hönnun´s shows, either of her own initiative or as a special request. Amongst those was the “Einu sinni er” show which was exhibited in various places around Iceland. Lára participated in the Kirsuberjatréð art collective and gallery in 2007-2009.

Lára´s work is for sale at the Norwegian house in Stykkishólmur, the National Museum of Iceland, Kirkjuhúsið, Reykjavík, and, at Epal Design at Leifsstöð airport.